góð saga

|

Thursday, February 23, 2006

aumingja drengur einn í fréttablaðinu í dag. þar er hann sýndur halda á bók einni sem hann var að gefa út. ég ætla ekkert að nafngreina þann mann, algjör óþarfi að mínu mati. ekki nóg með að hann sé að gefa út bók um hégóma og almennt bull þá heldur hann líka á henni öfugri á myndinni. það á ábyggilega að vera fyndið en að mínu mati lætur það hann líta enn heimskulegri út.
en þetta er bara mín skoðun..

þá vitiði það.. best að fara aftur að vinna.

|

ragnhildur systir mín á afmæli í dag.. tuttuguogþriggja ára gömul og óska ég henni til hamingju með það!
það að hún sé orðin tuttuguogþriggja þýðir aðeins eitt.. að ég eldist skuggalega hratt og stóra talan bíður rétt handan við hornið!
úff....

|

ég er orðin háð þessum leik. þegar það er rólegt í vinnunni þá spila ég hann af miklum krafti og bölva hátt þegar það bætist við ný röð af kúlum. talandi um vinnuna.. í dag var ég beðin um að skipta um vakt. strákur einn sem er í tveimur vinnum (þarna spilaði hann góðu spili því ég vorkenni öllum sem vinna tvær vinnur) þurfti að fá að vera á fyrri vakt svo hann gæti leyst mann af í þeirri vinnu, en konan hans er að fara í keisaraskurð á morgun (annað gott spil því ég vorkenni öllum konum sem þurfa í keisara) ég sagðist vera að fara á fund.. þá spurði hann hvort það væri mitt orð yfir saumaklúbb. ég hóstaði hátt og spurði manninn hvað hann væri eiginlega að tala um.. en sagði svo já. hann ætlar svo að koma klukkan níu og leysa mig af svo ég geti farið og skipulagt og borðað yfir mig.
alla vega.. mér leiðist. það er nótt og ég ákvað að setja nokkrar hugsanir á tölvuskjá áður en ég fer að sofa. ein mætti ég bæta við sem gerir þetta ekkert betra.
á morgun fer ég í ógeðismælingu, eða fitumælingu. mér var sagt að það væri gott ef maður að fara að kaupa sér kort í líkamsrækt (sem ég er einmitt að fara að gera) því þá gæti maður vitað betur hvað maður þyrfti að gera, þ.e. hvort maður ætti að lyfta meira eða hlaupa meira.. eða eitthvað þannig. ég var ekki mikið að hlusta. nenni engan veginn í líkamsrækt og ekki séns að ég fari í tíma. ætla í pilates og jóga og verða löng og mjó. reyndar setti ég mér einu sinni markmið og það var að fara ekki í líkamsrækt fyrr en vigtin sýndi ákveðna tölu. hún gerir það ekki ennþá svo ég skil ekki hvað ég er að brölta þetta..
en jæja.. ég ætla að hætta þessu nöldri um miðja nótt og fara og reyna að festa blund og dreyma um hvítlauksbakaða humarhala, sem er orðið allt of langt síðan ég gæddi mér á.

góða nótt litlu börn..

|

Tuesday, February 21, 2006

brjálað að gera í vinnunni og ég að verða raddlaus.. ekki má það þegar maður vinnur við að svara fólki daginn út og inn. merkilegt hvað allir eru á seinustu stundu með allt, eins og til dæmis að borga fyrir sýn og meistaradeildin að hefjast.. jaseisei svei..
en jæja.. ég ætla að fara að koma mér heim. vildi bara setja inn eins og eina færslu þar sem ég hef heyrt að þessi vefdagbók sé á hraðri leið í gröfina.
hér með er ég búin að afsanna það..

sjáumst seinna vinir mínir..

|

Monday, February 13, 2006

hreyfing er að bjóða starfsfólki ogvodafone mánaðarkort á 3790 krónur. það er hagstætt.. mig langar að prófa og fara í pilates stott og fá langa, granna vöðva. svo á milli ætla ég að fara á hlaupabretti og æfa hjartað og fá meira þol.

gott plan..

|

Sunday, February 12, 2006

ég var að sjá að evrópusýn verður tuttugasta maí, sem er sami dagur og ég útskrifast. djöfull verður feitt evrópusýn slash útskriftarpartý þá!
hverjir ætla að mæta? einhverjir?

ps. börn fædd á árinu eru velkomin þar sem móðirin ber fæðu þess með sér í gleðina..

|

Thursday, February 09, 2006

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
blómaval.. á kassa og það var ei gaman. alltaf ógeðslega heitt og maður var með vatn í vökvunarspreybrúsa til að kæla sig og setjandi vatn á púlsinn í tíma og ótíma.. mæli ekki með því.
landspítalinn.. í matsalnum og eldhúsinu. segir sig kannski sjálft.. viðbjóður!
mokka.. ahhhh mokka.. sakna samt ekki reykjarstybbunnar af hárinu
múlaborg.. gaman en verst hvað launin eru lág.

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur:
groundhog day og aftur groundhog day!
when harry met sally.. harpa ég held að við ættum að hittast og horfa saman..
reality bites.. það er eitthvað við hana..
sleepless in seattle.. horfi ekki mikið á hana núna en hef ábyggilega horft á hana 100 sinnum.. án gríns!

4 staðir sem ég hef búið á:
fjarðarstræti 7 á ísafirði.. fyrsta heimilið
stórholt 7 á ísafirði.. það var lækur í garðinum og þegar maður er 3 ára þá þarf maður varla meira.. er það?
ásvallagata 61.. pínu pínu lítil íbúð þar sem við fjögur buggum fyrsta árið okkar í reykjavík
hofteigur 6.. hér bjó ég með mömmu og systur minni í átta ár.. góðir tímar.

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
friends
sex and the city
desperate housewives
24.. hef horft á eina seríu hingað til og svo fyrstu tvo þættina í nýjustu seríunni og ég get ekki beðið eftir fleiri þáttum..

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
ísafjörður.. þar sem ég er þaðan þá get ég ekki annað en rómað fegurð þessa bæjarfélags.. en þar sem ég veit að einhverjir sem þetta lesa vilja meina að fegurð vestfjarða sé eitthvað sem maður getur alveg lifað af án þess að sjá, þá vil ég benda þeim hinum sömu að fara þangað og dæma svo. og hananú! (þið vitið hverjir þið eruð..)
boston.. alveg yndisleg borg og hef ég allan hug á að heimsækja ameríkuna aftur.. þá verður það new york.
london
kanarí.. frábær ferð sem ég er bara nýkomin heim úr..

4 síður sem ég heimsæki daglega:
gmail.com
mbl.is
stod2.is (alla vega undanfarið..)
hotmail.com

4 matarkyns sem ég held upp á:
nautabani á tapas.. þarf ég eitthvað að taka það fram??
boozt.. er það ekki matur? jújú..
kjöt.. aðallega nautakjöt
pizza pizza og enn og aftur pizza

4 bækur sem ég les oft:
les ekki sömu bækurnar oft en undanfarið ár hef ég lesið:
höll minninganna eftir ólaf jóhann.. frábær frábæææær bók. allir að lesa hana.
slóð fiðrildanna eftir ólaf.. líka frábær
fólkið í kjallaranum.. fín afþreying
sniglaveislan eftir ólaf.. hann er algjör snillingur þessi maður. hvernig hann nær að lýsa umhverfinu, eins og í hinum tveimur bókunum, manni finnst maður bara vera á staðnum..

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
new york að versla á fifth avenue.. maður má láta sig dreyma..
fiji.. á ströndinni, með kokteil í hönd og bjarna mér við hlið..
feneyjum
heima.. þar sem ég er í vinnunni að gera þetta klukkblogg milli símtala..

4 vefdagbókarhaldarar sem ég klukka:
ellan
dröfn
amanda
kata

|

Monday, February 06, 2006

ég er nú ekki mikið fyrir að tjá mig um það sem er að gerast í íslenskum sjónvarpsþáttum, eða bara nokkuð um íslendinga almennt.. en ég bara verð að tjá mig aðeins um stjörnuleitina, sem ég var að enda við að horfa á á stöð tvö plús (digital var að koma í hús í kvöld.. gleðin er einskær) hann eiríkur er mesta dúlla sem ég hef séð í stjörnuleitinni held ég bara.. mig langar bara að klípa hann í kinnina og segja mússí mú! ég held með honum.
svo er það eitt sem dómararnir segja svo oft sem fer mjög í taugarnar á mér og það er þegar einhver hefur lokið sínum flutningi að þá er minnst á að viðkomandi sé falleg eða myndarlegur. ekkert að því í sjálfu sér, en hvað með hina sem þeim finnst ekki eins sætir? þeir fá aldrei svona. þetta er óþolandi og þannig er verið að gera upp á milli þátttakenda á hátt sem á bara alls ekkert heima í keppni eins og þessari. þetta er söngvakeppni og ekkert annað.
nú er ég hætt að röfla.

góða nótt..

|

Sunday, February 05, 2006

ég er í vinnunni og mér leiðist. það er óvenju rólegt, sem er kannski ágætt því mér var sagt áðan að dagurinn á morgun yrði "rugl dagur" og mjög mikið að gera. á morgun ruglast nefnilega stöðvarnar hjá þeim sem hafa ekki borgað og má ég því eiga von á að það verði hátt í þrjátíu á bið, en venjulega eru svona þrír til fimm á bið. hlakka ég til? nei.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com