góð saga

|

Wednesday, December 21, 2005

jæja þá er búið að afhenda fjárhæðina sem safnaðist, en það endaði í rúmlega 160 þúsund og erum við nokkuð sátt. fórum nokkur í morgun og hittum meðal annars biskup í kirkjuhúsinu en þar var stund fyrir fólkið sem endurgerði lagið "hjálpum þeim" og fengum við að vera með í því..
mjög skemmtilegt allt saman og leið mér mjög vel á eftir, sem og að hafa tekið þátt í þessu verðuga verkefni. planið er að hafa þetta árlega núna og vona ég að sem flestir taki undir þetta með okkur að ári liðnu.
en jæja.. ég verð víst að drífa mig því ég er að fara með nokkur stykki börn að afhenda jólakort í hús hér í kring..
þangað til næst börn.. veriði stillt.

ps. ég og bjarni fórum á family stone í gær og mælum við ekki með henni. verður ekki meira sagt um þá mynd hér.
góðar stundir..

|

Friday, December 16, 2005

nú vil ég biðja alla að vera með í þessu frábæra átaki sem hann bjarni þór, minn ektamaður, hrinti af stað.. eftirfarandi texti er af síðunni hans:

Áskorun á þig kæri lesandi - ætlar þú að skorast undan henni?

Það er að mínu mati sláandi auglýsing í Morgunblaðinu í morgun. Þar er talað um að Nýr brunnur sem getur séð 1000 manns fyrir vatni í marga áratugi kosti 120.000 kr. Það gera 2.500 kr. fyrir tæplega 50 manns samkv. auglýsingu (en 48 samkv. áreiðanlegum útreikningum). Ég veit að við erum öll fátæk, skuldug og það eru að koma jól en með samhentu átaki ætti þetta að takast léttilega. Þetta er nú á algjöru frumstigi en er vilji hjá lesendum fyrir því að auglýsa þetta á síðunni sinni og tala kannski við ættingja og vini og leggja saman í einn brunn?
Ætla að vona að ég sé ekki að þröngva þessu upp á neinn en hvað segja Haukur og Harpa, Arna, Daði, Viðar, Andri og Linda, Henrik og Ólafur Þórisson (ekki það að þeir séu par) og þið ykkar hin sem lesið þessa síðu og eigið bloggsíðu (eða ekki)? Svo má auðvitað skora á aðra bloggara út fyrir þessa hér að ofan.
Er ekki smá jólafílingur yfir því að veita 1000 manns vatn í Mósambík eða Úganda? Sleppa því að panta einu sinni pizzu og safna saman fyrir einum brunni? Eða gabba ömmu og afa til að leggja málefninu lið í staðinn fyrir einhver rúmföt sem þið eigið pottþétt eftir að fá annars í jólagjöf – þá eru báðir aðilar glaðir.
Ef við 10 leggjum í púkk, þá þarf hvert okkar einungis að sannfæra 4 einstaklinga um hið sama – það er varla stórt vandamál?
En þetta liggur hjá ykkur, ég er því miður ekki nógu ríkur ennþá til að standa í þessu einn, en vonandi mun þessi elíta geta gefið hvert sinn brunn í framtíðinni.
Baráttu- og jólakveðja. Í barnslegri einlægni Bjarni Þór Pétursson.
_____________________________________________


reikningurinn var stofnaður í dag og er hugmyndin að safna 120 þúsund, sem er verðið fyrir einn brunn, prenta stóra ávísun og fara með hana í hjálparstofnun kirkjunnar. það getur verið að sjálfur biskupinn mæti við afhendinguna, en það er ekki alveg víst.

reikningsnúmer: 0101-05-267703
Kt. 100179-3189

ég vona innilega að sem flestir vilji vera með.. svona í anda jólanna. haa??

|

Wednesday, December 14, 2005

hér er hugmynd sem ég vil endilega kynna fyrir ykkur og þið segið hvað ykkur finnst.
verðugt og gott málefni.. jájá..
þið sem eruð með vefdagbók megið endilega kynna þetta líka á ykkar síðum og þá nær þetta til enn fleira fólks..

ps. ég er búin í prófum..

|

Monday, December 12, 2005

dagurinn í dag er einn sá besti í margar vikur! hann byrjaði á því að ég fékk að vita að ég hefði náð þýsku sem er mikil, mikil gleði. svo fór ég og keypti miða fyrir okkur bjarna til kanaríeyja 11. janúar. yndislegt! svo fórum við í kringluna og keyptum barbídúkku, litabók, liti og sápukúlur og settum undir tréð í kringlunni, og glöddum þar af leiðandi litla 3-4 ára stelpu á aðfangadag. gott gott.. svo var keyptur jakki handa elsu maríu, systur bjarna, sem henni fannst æðislegur og einnig gaf ég henni gamla úlpu af mér sem henni fannst líka mjög flott..
svo góður dagur í dag og munið.. sælla er að gefa en þiggja!

kveðja frá frúnni á lynghaga..

|

Friday, December 09, 2005


bjarni gaf mér svona í fyrradag. yndislegt alveg og bráðnauðsynlegt í prófalestrinum. svo víbrar þetta líka..

|

Thursday, December 08, 2005

jóladagatal stöðvar tvö er þroskaheft og engu barni bjóðandi..

|

Wednesday, December 07, 2005

jææææja... þá eru fjögur próf búin og fjögur eftir. ohh.. það sem ég hlakka til eftir eina viku. þá ætla ég að fara beint í laugardalslaugina og liggja í disknum og slappa vel af. þannig að ef að einhver vill koma og samfagna mér þá verð ég þar klukkan hálf sex, fjórtánda desember.
en best að fara að læra meira.. alltaf að jájá.. eða þannig.

bless..

|

Friday, December 02, 2005

hún dröfn vinkona mín á afmæli í dag. til hamingju með daginn elskan! ég sendi þér risaknús í rafrænu formi, beint yfir atlantshafið..
eigðu góðan dag..

|

í gær fékk ég bréf sem bauð mig velkomna í sjálfstæðisflokkinn.. ég las það ekki og ekki heldur bæklinginn sem fylgdi með. í staðinn liggur bréfið nú á borðinu með mandarínuberki ofaná..

annars eru prófin alveg að fara með mig. ég hef aldrei verið svona stressuð á prófatíma áður. aldrei. alltaf verið sallaróleg, lært í meðallagi og alltaf náð öllu. nema þýsku.. en hana er ég að fara í á morgun og er maginn í allskonar fimleikum þessa stundina. svo er ég með munnangur sem bara gróa ekki. eitt risastórt og svo kom eitt í gær og annað í dag. ónæmiskerfið mitt er álíka gott og hjá fárveikum einstaklingi sem á stutt eftir þegar ég er svona stressuð.. ekki gott..
það sem heldur mér við efnið er að eftir daginn á morgun er ekki próf fyrr en á miðvikudag, svo ég get slappað af alla vega annað kvöld og fyrri part laugardags. það verður gott jájá..
svo er það málið með bílinn. þetta verður ekki eins dýrt og ég hélt í byrjun svo kanaríeyjar eru enn á borðinu. það finnst mér yndislegt, en ég hugsa að ég selji úr mér nýra til að komast.. jafnvel eitt stykki egg. eru þau ekki svo eftirsóknarverð núna?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com