góð saga

|

Wednesday, August 31, 2005

ég er brunarúst. aftur! fór í ljós á mánudaginn, sem var kannski ekki mjög gáfulegt, þar sem bakhlutinn hefur farið verulegan varhluta af sólinni í sumar. hann er semsagt rauður frá herðablöðum og niður. og rassinn.. úff.. förum ekkert nánar út í það hér, en ég get sagt ykkur að hann og veggurinn (sem snýr út og er þar af leiðandi kaldur) eru orðnir ansi nánir. sólarvörn númer fimmtíu verður án efa með í för þegar ég fer og reyni enn og aftur að gera mig sæta fyrir bryllupið á laugardaginn.

kveðja frá heitasta rassinum í bænum..

|

Monday, August 29, 2005

er ég orðin eins sjaldséð og sólin núorðið? ja svei mér þá ég held það bara. það er bara þannig þegar haustið er að skella á, þá fer andinn úr manni. mér finnst þetta ekki eins skemmtilegt og mér fannst það hér í denn. þegar nördheimar voru fullir af lífi og endalaus innlegg. hvert hafa þau farið? já ég veit..
núna þarf ég að fara að panta tengingu hjá hive. það er dýrt. ótakmarkað niðurhal kostar 5990 á mánuði. það er mikið. sérstaklega í ljósi þess að ég mun örugglega ekki sækja það mikið dót á netinu. eða ég hugsa ekki. máske maður fari í það að sækja bíómyndir og fleira..

ég hef ekkert að segja nema það að ég lofa bót og betrun þegar hive kemur í hús. nú eða ég loka þessari síðu og fer að gera göfugri hluti, eins og að vinna að mannréttindum eða jafnvel..
kvenréttindum. nú fæ ég eitthvað.. haha... bless.

|

Wednesday, August 17, 2005

hildur á afmæli í dag. óska ég henni til hamingju með það og einnig að vera á portúgal. mikið gæfi ég nú fyrir smá sól og hlýju á þetta sker.. sösss....
ég er í vinnunni og leiðist það mjög eins og er. fólk að hrynja niður í flensur og börnin með hor og organdi upp í hvert annað. geðheilsu minni fer hrakandi með hverjum klukkutímanum sem líður. núna er ég í mat og og tel sekúndurnar þangað til ég þarf að fara inn aftur.
næsta sumar er ég að spá í að vinna ekki á leikskóla. komið gott eftir sex sumur. já ég held það bara..
annars óska ég eftir miða til útlanda og ef minnið svíkur mig ekki þá var harpan einhvern tíma að fleygja því hér á netinu að hún ætlaði að fjárfesta í miðum til feneyja.. hmm.. já eitthvað rámar mig í það..

bless

|

Saturday, August 13, 2005

leiðinlegt að vera ekki með netið.. ussss.... gengur ekki lengur.
menn eru alltaf með móral hérna. ég er að spá í að segja honum að skrifa bara sjálfum eitthvað skemmtilegt hérna fyrst að síðan er að vera svona glötuð. jájá.. annars held ég ekkert að síðan sé glötuð.. ég fæ nú ennþá einhverjar heimsóknir. svo þið sem eruð þarna úti að lesa eða ekki lesa, ég þakka ykkur..

bless í bili..

|

Friday, August 05, 2005

mér var það tjáð fyrir nokkrum dögum að mín væri saknað í nördheimum. jæja hér er ég, í vinnunni, að blogga..
ég þoli ekki að vera ekki með netið heima því mér dettur svo oft eitthvað í hug sem ég ætla að skrifa, en svo þegar ég sest við tölvu þá man ég ekkert hvað það var. ég verð að fara að redda þessu neti. þetta er alveg óásættanlegt. annað sem er algjörlega óásættanlegt er að hann karate árni var ekkert að tilkynna það að netið væri úti. ég held að hann hafi fattað að það var ég sem sótti nokkur lög um daginn og gleymdi að það kostaði eitthvað. gleymdi mér alveg í æsingnum þegar ég sá heilan lista af bob dylan lögum sem biðu eftir að fá að niðurhalast á tölvuna mína. en ég meina ekki gat ég skilað lögunum og þau eru í einhverri "shared" möppu svo hann getur hlustað á þau líka. ég veit ekki hvað hann er að kvarta.. en nóg um það.
ég er orðin háð sex and the city. næst á "að gera" listanum mínum er að fjárfesta í þeim seríum öllum. verst að ég á engan pening eftir að bíllinn minn tók upp á því að vera með stæla. hann er orðinn ellefu ára og greinilega kominn á kynþroskaskeið. ég þurfti að kaupa undir hann ný dekk fyrir sautján þúsund takk fyrir og svo í gær þá hitnaði ekki miðstöðin og hann veinaði á ljósum eins og ég væri að þenja hann á fullu, líkt og lítill strákur sem vill fara í spyrnu. það var ei gaman og ég var frústreruð..
en alla vega.. ég er að fara í bústað í dag með söndru og hlakka til. planið er að liggja í heitum potti, með rauðvín og fara á trúnó á þriðja glasi. gott plan.
hafið það gott um helgina vinir mínir og við sjáumst nú vonandi fljótlega og þá á háhraða tengingu frá hive.

kveðja grasekkjan..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com