góð saga

|

Wednesday, July 27, 2005

yndislegur dagur.. og ég í fríi. gerist varla betra. sit á kaffi hljómalind að sötra á ljúffengu jógatei sem er svo gott. mæli með að allir prófi það. svo er ég líka að skoða bækur um ítalíu. mig langar svo að fara þangað. til dæmis í haust þegar það er farið að kólna aðeins hér. smá frí frá skóla og vinnu og bara flatmaga í sólinni, borða ís og pizzur.. ohhh það hljómar alls ekki illa..
þegar maður tekur sér svona langa bloggpásu þá missir maður andann. ég sem ætlaði að fara að byrja á skáldsögunni, eins og ég var hvött til að gera áðan. já einmitt.. ég held að ég sé með vott af sólsting. er slöpp, með hausverk og pínu flökurt.. ohh ekki gott.

í gær fór ég í mat heim til bjarna. það var gott. maður verður að láta sjá sig af og til, þýðir ekkert bara að hanga niðri í kjallara alltaf.. eins gaman og það er.
annars er bara góð helgi framundan. ég mun heiðra nasa með komu minni á innipúkann ásamt fleira fólki og verður það án efa mikið stuð. ætlum að grilla heima hjá mér á laugardagskvöldið og skunda svo á tónleika.
jæja vinir mínir.. núna er teið að verða búið og slappleikinn minn er ekkert hverfandi svo ég er að hugsa um að fara bara heim.
sjáumst um helgina..

|

Monday, July 25, 2005

heil og sæl..
ég er ekki búin að gleyma ykkur, ég er bara netlaus eins og stendur. veit ekki af hverju það stafar, en ég verð greinilega að fara að fá mér mína eigin tengingu. jájá það dugar ekkert annað.
annars góð helgi að baki þar sem við vinkonurnar úr kvennó tókum okkur til og gæsuðum hana birnu sem ætlar að gifta sig 3. september næstkomandi. við fórum á kajak, sem var mjög gaman og fyndið, svo í bláa lónið þar sem ég sofnaði í sólbaði og brann á öðrum handleggnum og er þar af leiðandi með enn eitt leiðindafarið. ég er orðin eins og fáni að framan. mjög skemmtilegt..
en ég ætla að hætta þessu bulli, er hjá andreu og hrafntinnu og ætlum við að skella okkur í sund í góða veðrinu.

kveðja, stiftamtmannsfrúin..

|

Wednesday, July 20, 2005


ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli ég sjálf..
ég á afmæli í dag!

veiveivei.....

|

Sunday, July 17, 2005

ég verð nú að segja ykkur frá því hvern ég sá í gær. fór á kaffi hljómalind og þegar ég kem inn þá situr enginn annar en gael garcia þar.. ég átti nú smá erfitt með að einbeita mér að blaðinu sem ég var að lesa, það verður nú að segjast hmmm....
en já.. sandra á afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með það.
svo er það bara eintóm gleði og hamingja..

eigiði góða tíma þangað til næst vinir mínir..

|

Friday, July 15, 2005

ég fór í húsdýragarðinn í gær. þar var sól. og heitt. ég brann. ég er með rauðan og fallegan kraga utan um hálsinn. það er ei fallegt. svo er ég að deyja núna úr sviða og ég gleymdi aló vera djellinu heima. ekki gott og er ég að spá í að skjótast heim og sækja það. svo eru bara rólegheit hér á múlaborg og eru börnin inni með strákunum að horfa á vídjó og ég er í tölvunni. mjög huggulegt.
mig klæjar..

|

Thursday, July 14, 2005

|

Wednesday, July 13, 2005

ég fékk snilldar hugmynd áðan.. ég bið mömmu um að gefa mér æpodinn í afmælisgjöf. hann atli ætlar að kaupa hann fyrir mig næst þegar hann fer í flug til ameríku. ég get ekki beðið. þá mun ég fara út á línuskauta á hverjum degi og þeysast um með góða tónlist í eyrunum. ohh yndislegt..
annars er það að frétta að ég er að fara í sumarfrí eftir tvo daga. tvær vikur í afslappelsi og fleira skemmtilegt. það þykir mér ekki leiðinlegt ónei.. svo á morgun er ég að fara í húsdýragarðinn með litlu sætu börnin og verður það án efa ágætt.. svo lengi sem hel***** sólin lætur sjá sig. ég veit maður á ekki að formæla sólinni en hversu lengi á þetta að ganga? ég bara spyr? mér finnst ég frekar vera að fara í haustfrí en sumarfrí.. fussumsvei!

|

Wednesday, July 06, 2005

eins gott að láta undan þrýstingnum og skrifa eitthvað fyrir ykkur litlu sálir sem rýnið á kaldan tölvuskjá.. ég sem ætlaði að taka mér frí frá þessu í óákveðinn tíma.. ja sei sei.
ég er orðin gömul. ellismellur. mér líður eins og ég sé hundrað ára stundum. það brakar og brestur í mér allri og svo þegar ég er komin heim á daginn, eftir að hafa skeint, ýtt, matað og skúrað, þá er ég algjörlega búin á því. er það eðlilegt? maður spyr sig..
annars verð ég opinberlega gömul samkvæmt fæðingarvottorði mínu eftir fjórtán daga. gjafir eru vel þegnar sem og æpod míní.

jæja, best að fara að elda eitthvað ofan í þessa guðsvoluðu fjölskyldu. þeir skilja sem vita.

takk fyrir mig..

|

Monday, July 04, 2005

áðan spurðu krakkarnir mig hvort ég væri kona eða stelpa.. ég spurði þau á móti hvað þau héldu og þau sögðu öll að ég væri kona. þá sagði einn strákur "ef þú hefur sofið við hliðina á manni, þá ertu kona"

ég er greinilega kona..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com