góð saga

|

Tuesday, December 28, 2004

gleðileg jól kæru vinir!
ég veit að ég er aðeins of sein að segja það en ég hef bara ekkert nennt í tölvuna undanfarið. búin að hafa það mjög gott og borða freeekar mikið myndi ég segja. takk fyrir jólakortin þið sem senduð og vonandi hafiði haft það gott.
heyri sögur um að frægur maður sé á landinu, enginn annar en keifer sjálfur. það væri nú ekki leiðinlegt að bjóða jack í smá morgunkaffi. kannski ég bjóði honum bara í áramótapartýið..
jack sko.. ekki keifer.

|

Tuesday, December 21, 2004

jæja góða kvöldið..
langt síðan ég hef skrifað e-ð.. er sko búin að vera að vinna á fullu þessa viku og síðustu. nóg að gera í ostakörfubransanum skal ég segja ykkur. og ég hitti alls konar kynlega kvisti á ferðum mínum um bæinn, já það má nú segja. til dæmis er maður að vinna uppi í nóatúni í hamraborg sem er alveg kinns.. hann er alltaf voða skeptískur á að ég hafi talið rétt og vill alltaf telja allt aftur.. tvisvar!! svo spurði hann mig um daginn hvort ég væri ekki skírð og fermd stúlka. "jújú.." sagði ég flóttalega.. "og þú meðtekur kristna trú og tekur jesú kristi, frelsara vor" "já að sjálfsögðu..ööö..égþarfaðfara"
*arna brunar í burtu frá antikristinum*
vá hvað hann er furðulegur. svo sá ég síðast að hann er með risa ör bakvið annað eyrað, alveg niður að hálsi.. greyið hefur örugglega fengið æxli við heilann og er þess vegna svona eins og hann er..
eeeenívei... er búin að vinna í 12 og hálfan tíma í dag og er þreytt. vægast sagt. hef ekki enn getað gert neitt jólalegt, eins og til dæmis að skrifa jólakort eða kaupa gjafir. oh men..

annars var aðeins djammað um helgina. fór í partý til heiðrúnar á föstudaginn og kom katrín inga frænka mín með, sem var bara mjög skemmtilegt. hún býr nefnilega í london og ég sé hana því ekki mjög oft. jájá gaman gaman.. við fórum á kaffibarinn og sirkus.. með smá stoppi á vegmótum sem var ei gaman.. svo fór ég bara frekar snemma heim, eða klukkan hálffimm, því ég var að fara að vinna um morguninn.. eða svo hélt ég. ég var að leiðinni út þegar það var hringt í mig og sagt að ég þyrfti ekkert að mæta, bara koma eins og venjulega klukkan 9 næsta dag. jújú ég mjög samviskusöm var mætt fimm mínútum fyrr.. og þá var bara allt slökkt og enginn að vinna. neinei.. þá hafði konan ruglast á dögum og var að meina mánudaginn. ég átti bara alls ekkert að vinna á sunnudeginum. ohh hvað var gaman að komast að því þarna, klukkan níu á sunnudagsmorgni.. og það alla leið uppi í hafnarfirði takk fyrir!!

en svo er það friðarganga klukkan 18 á þorláksmessu, vinna á mokka og svo miðnæturmessa á aðfangadag í dómkirkjunni. ég hlakka svo til, það er svo hátíðlegt.. fór á kóræfingu í gær í kirkjunni og fékk alveg jólafílinginn í mig.. nema hvað að ég er alveg raddlaus.. svo ég hreyfi bara varirnar þegar hinir syngja sjá himins opnast hlið og fleira skemmtilegt..

þangað til seinna litlu vinir..

stundir...

|

Tuesday, December 14, 2004

lítið að frétta gott fólk.. nema kannski að ég kláraði prófin í dag.. er því vonandi orðin stúdent í þýsku..
svo byrjaði ég að vinna í ostahúsinu í hafnarfirði í dag og er það bara fínt. amanda, kata og sandra eru þar líka svo ég hef góðan félagsskap..
þangað til seinna..

ps. svo fékk ég líka 9 í stigsprófinu mínu..

|

Wednesday, December 08, 2004

hér er óendanlega fyndin síða, sem hann stifti, góðvinur minn á vefdagbókinni hennar hörpu, benti á. hvað er að manninum?? ég mæli með að þið kíkið á tenglana til vinstri á síðunni hans, sérstaklega einn sem heitir "unter freiem himmel" og takiði þar eftir myndinni þar sem hann er í klipptum gallabuxum. hahahahaha.. ég hló svo mikið..
í alvöru kíkið á þetta.. þið sjáið ekki eftir því..

|

eva vinkona mín átti strák í morgun. 16 merkur og 52 sentimetrar.
þannig að núna verður stuð hjá litlu fjölskyldunni. tveir litlir gaurar, en eldri strákurinn er ekki nema 20 mánaða.. jahá það verður sko stuð..
ég er farin að lesa sálfræði..

|

Tuesday, December 07, 2004

ohh ég hata að hafa þetta profile dót.. en ég setti það bara til að geta sett þessa flottu mynd af jack og sally úr nightmare before christmas, sem er ein besta mynd sem ég hef séð. ég var að reyna að setja hana inn öðruvísi með einhverju hello forritskjaftæði en það gekk ekkert og ég var orðin svo pirruð, að ég gaf undan. profile ógeðið verður þarna á meðan ég er ekki klárari en þetta..

|

hún harpa er svo sniðug. ég hvet alla kvenkynslesendur til að kíkja á færsluna hennar í dag..

|

jæja þá er fyrsta prófið búið og munaði bara engu að ég svæfi það af mér.. eða svona næstum því. í morgun setti ég persónulegt met í því að klæða mig og koma mér út. ég vaknaði semsagt klukkan 8:48; tólf mínútur í próf. ég klæddi mig, setti í mig linsurnar, fór út og rembdist á hurðinni sem opnaðist ekki vegna frosts og endaði ég á að skríða inn farþegamegin, pumpaði í eitt dekk á bílnum á bensínstöð og var komin í prófið kl 9:05. geri aðrir betur.
en svo held ég að ég sé að verða lasin núna.. djös vesen.. er slöpp og með krónískan kuldahroll, beinverki, hausverk, túrverk.. og bara nefniði það..
en ég neita að verða veik.. ætla að fara og fá mér sólhatt og grænt te og vera undir sæng í allan dag...

stundir..

|

Sunday, December 05, 2004

ég var að reyna að finna jólatempleit en fann ekki neitt sem er flott og ókeypis. fann aftur á móti fullt af flottum hérna.. á ég að skipta eða á ég að hafa gamla veggfóðrið? persónulega finnst mér þetta veggfóður vera svo mikið ég, að ég tími varla að skipta..
hvað segiði? ég var að spá í garfield útlitið.. finnst það soldið flott.. eða tweety..

|

Friday, December 03, 2004

finnst ykkur þetta ekki flott ljóð? ég myndi drepa fyrir að geta skrifað svona.

á forsíðu moggans í dag stendur að breskum konum finnast sundlaugar reykjavíkur vera rómantískasti staðurinn til að fá bónorð. oj hvað er að þeim? aldrei myndi ég vilja fá bónorð innan um fljótandi húðfrumur og hár af öðru fólki. ojojoj..


eitt sem mér finnst merkilegt og sá að hafði verið spurt um á vísindavef háskólans, og það er að það er ekki til andstæðan við lýsingarorðið þyrstur.
ég spáði aðeins í þetta og komst svo að niðurstöðu sem mér finnst ekkert ólíkleg, en hún er þessi: maður þarf ekkert að nota orð yfir það. eins og þegar maður er búinn að borða mikið þá er hægt að segja "ohh ég er svo södd/saddur" en þú segir ekkert svoleiðis þegar þú ert búinn að drekka nóg. þá ertu bara búinn að drekka nóg og engin orð um það. maður hefur enga þörf fyrir að tjá sig um þá líðan, því hún er í rauninni ekki til. maður er bara þyrstur eða ekki. skiljiði eitthvað hvað ég er að tala um?

eigiði góða helgi..

|

Tíminn og vatnið


Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.

---

Vatn, sem rennur
um rauðanótt
út í hyldjúpt haf.

Í dul þína risti
mín dökkbrýnda gleði
sinn ókunna upphafsstaf.

Og sorg mín glitraði
á grunnsævi þínu
eins og gult raf.

---

Tveir dumbrauðir fiskar
í djúpu vatni.
Dimmblár skuggi
á hvítum vegg.

Fjólublátt ský
yfir fjallsins egg.

Yfir sofandi jörð
hef ég flutt hina hvítu fregn.

Og orð mín féllu
í ísblátt vatnið
eins og vornæturregn.Þögnin rennur
eins og rauður sjór
yfir rödd mína.

Þögnin rennur
eins og ryðbrunnið myrkur
yfir reynd þína.

Þögnin rennur
í þreföldum hring
kringum þögn sína.

---

Rennandi vatn
risblár dagur,
raddlaus nótt.

Ég hef búið mér hvílu
í hálfluktu auga
eilífðarinnar.


Eins og furðuleg blóm
vaxa fjarlægar veraldir
út úr langsvæfum
líkama mínum.

Ég finn myrkrið hverfast
eins og málmskynjað hjól
um möndul ljóssins.


Ég finn mótspyrnu tímans
falla máttvana
gegnum mýkt vatnsins.

Meðan eilífðin horfir
mínum óræða draumi
úr auga sínu.-Steinn Steinarr


|

Wednesday, December 01, 2004

jæja þá fer að styttast í tónleikana sem ég hef beðið eftir síðan í ágúst, en þeir eru á morgun 2. desember. ég er að sjálfsögðu að tala um tónleikana með sinfóníunni og hamrahlíðarkórnum í háskólabíó. ég mun vera þar á 25. bekk ásamt móður minni og ef einhverjir fleiri vilja koma þá er það bara alveg sjálfsagt. þetta verða æðislegir tónleikar, ég lofa því. ég meina ég vil ekkert fara á hnén eða eitthvað ...en plííís vill einhver koma? ég er alltaf að tala um þennan blessaða kór og það hefur enginn komið á tónleika ennþá. nema amanda, kata og sandra, en það á aðeins eina tónleika. amanda reyndar á tvenna svo að núna er hún efst á lista yfir fólk sem ég elska (nema auðvitað mamma sem styður yndislegu dóttur sína með því að mæta alltaf)
ókei það kostar reyndar inn en mér er sama. fólk fer allt of lítið á svona atburði og tónleikar eins og þessir sitja í manni lengi.
jæja þá er ég hætt að röfla..
eitt að lokum.. maður einn í athugasemdakerfi í ónefndri vefdagbók hefur verið að agnúast út í mig fyrir að gera bara litla stafi. ég veit ekki af hverju ég geri aldrei stóra, hef bara vanið mig á þetta hér í vefdagbókinni. fer þetta í taugarnar á fleirum? endilega segiði ef svo er..
og kæra vinkona sem átt vefdagbókina, ekkert meint til þín ;).. ég vil líka segja þessum manni að skrifa undir réttu nafni. ég geri það þó... hnuss og ég er farin að sofa.

góða nótt litlu sálir..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com