góð saga

|

Monday, July 19, 2004

ég á afmæli á morgun
ég á afmæli á morgun
ég á afmæli ég sjálf
ég á afmæli á morgun
 
jeiiiiiijjjjjj.........     
 þetta syng ég í dag vegna þess að það er ekki víst að ég komist á netið á  morgun.
 
ég verð að segja ykkur frá laugardeginum, en hann var í einu orði sagt snilld!!  ég byrjaði á að kíkja í sextugsafmæli til kristófers sem er giftur línu systur pabba, en þau hjónakorn eiga einmitt afmæli í dag, hann 60 ára og hún 59 ára.  gleðin var haldin í sumarbústaðnum þeirra og var öll föðurfjölskyldan mætt á svæðið sem var mjög skemmtilegt.  sá einmitt litlu frænku mína í fyrsta skipti, en hún fæddist 10. júní.  algjör dúlla og alveg eins og pabbi sinn sem er hann bjarni frændi minn.   svo þegar ég var búin að borða mig pakksadda af grillmat þá fór ég í bæinn og beint í afmæli til hennar söndru minnar.  það var rosa gaman og ég í nýju fötunum mínum (sem eru yndisleg :)  en mamma gaf mér geðveikan bol frá lykkjufall..úps og svo keypti ég mér pils við.  bolurinn er gulur.  æ lovv itt!!!   svo var farið í bæinn þar sem ég hitti ebba frænda og var hann duglegur að gefa mér áfengi.  drakk tvo tvöfalda kaptein í kók og fór svo á prikið að hitta söndru og co.  ætluðum á ellefuna en það var svo troðið að við hættum við.  þetta var svo skemmtilegt og ég hitti svo ógeðslega marga að orð fá því ekki lýst.  og við vorum svo haugadrukknar að við bókstaflega rúlluðum á milli staða.  ég og sandra vorum í bænum til hálf átta en  þá var lækjartorg orðið fullt af mávum svo við töltum heim á leið.
næstu helgi mun ég vera á mokka ef einhver vill koma og fá sér kaffi og svo er það þjóðhátíð í eyjum eftir tvær vikur. 
je beibí!!!!

|

Monday, July 12, 2004

ég er orðin svo pirruð á þessu netleysi. það er ömurlegt og mútta skilur ekkert í mér að vera að kvarta, en ég kvarta mjög mikið þessa dagana. annars er mjög lítið að frétta, ég er bara í sumarfríi og er að njóta þess.
svo verður farið til eyja á þjóðhátíð og mun verða tjúttað þar.
ég verð nú vonandi komin með netið fyrir það og geti komið og tjáð mig um tíðarandann og breytt fjölmiðlafrumvarp. er sko hjá amöndu og kötu núna og eiga þær einmitt afmæli. til hamingju! svo á ég afmæli eftir átta daga which means jeij!!
jæja, ætla heim að snúa upp á handlegginn á múttu svo hún skrái okkur hjá símanum með þráðlausa tengingu.
adios amigos..

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com