góð saga

|

Tuesday, January 27, 2004

god..

ég gerði mig kannski að smá fíbbli um helgina. bara kannski og bara smá. alla vega finnst mér soldið stressandi að vera hér í skólanum ef maður skyldi nú rekast á einhvern sem væri kannski ekkert svo skemmtilegt að rekast á. þetta er svona eins og þegar maður hösslaði bekkjarbróður á skólaballi og svo var það bara kvöl og pína að mæta daginn eftir. ég gekk nú samt ekki alveg svo langt, en við skulum orða það þannig að sumir sem byrja á stafnum a.. ndrea hafi verið fullir og kannski sagt og gert ýmislegt sem hefði betur mátt kyrrt liggja. segi meira seinna. ætla að laumast í fjölmiðlafræði og vonast til þess að the camouflage virki..

|

Monday, January 26, 2004

hey er einhver þarna úti sem kann að laga síðuna mína þannig að linkarnir séu ekki neðst? það er aðrir linkar en bloggin?

|

ég er opinber rithöfundur. það er ljóð eftir mig á ljod.is.

þetta var mjög skemmtilegt helgi. bara ein sú skemmtilegasta í langan tíma. það var sungið og drukkið og verið í góðra vina hópi. það verður varla betra.
útlistun..

um helgina....

...fór ég í partý
...drakk bollu
...drakk bjór
...hösslaði bjór á barnum af fertugum manni
...hitti sætan strák
...hitti annan sætan strák
...fór á kóræfingu
...varð pínu smá skotin í strák
...var ég þunn
...lærði ég ekkert heima
...talaði í símann
...horfði á american idol
...hló mikið að idol og býsnaðist heil ósköp yfir aumingja könunum sem halda að þeir kunni að syngja þegar raunin er allt önnur. my oh my...
...leigði bruce almighty
...hló eins og geðsjúklingur að atriðinu þar sem skeiðin kemur útúr honum.. vá það var svo ógeðslega fyndið að ég hélt að ég myndi míga á mig
...horfði á golden globe og æfði ræðuna sem ég flyt þegar ég tek við þeim
...hlustaði á spiritulalized

æji þetta form er ekkert skemmtilegt ég vil geta sagt frá öllu í meiri smáatriðum, fíla ekki þetta að stikla á stóru. en ég nenni ekki að stroka þetta út og byrja uppá nýtt svo það verður bara að hafa það.

ég er með túrverki.

stundir..

|

Thursday, January 22, 2004

fokking fokk!!! ég mæti hér eins og hver annar samviskusamur nemandi í nát 103 og þar sit ég ásamt öðrum strák og bíð og bíð en enginn kemur, hvorki kennari né nemendur.. ohmyhvaðþaðvarmyndarlegurungurmaðuraðlabbainnístofuna.. anyway hafði þá ekki kennarabeyglan farið í einhverja vettvangsferð og tilkynnir það ekkert frekar. svo ég fæ lílegast skróp. grrrrr..... arna er ósátt.
en nóg um það.
ég var í strætó áðan og þar kom inn gamall maður sem var alveg eins og hitler. hann var með skeggið og hattinn og var bara eiginlega alveg eins. mér finnst menn gefa út ákveðna yfirlýsingu þegar þeir líta svona út. ef hann mætir gyðingi á götu þá hugsar gyðingurinn örugglega "nasistadjöfull" ég var að horfa á the twilight zone um daginn og þá var sýnt þegar stelpa fór aftur í tímann til þess að verða ráðskona hjá pabba hitlers. þá átti hitler bara að vera nýfæddur og ástæðan fyrir að hún fór, var svo að hún gæti drepið barnið og bjargað þannig milljónum mannslífa í framtíðinni. hún tekur síðan barnið þegar pabbinn er með matarboð eitt kvöldið og hleypur með það út. ástkona pabbans fer á eftir henni og sér hana stökkva með hitler litla í einhverja á og drepur bæði sig og barnið. ástkonan varð þá svo hrædd að hún borgaði heimilislausri konu, sem var þarna með lítið barn, fyrir að fá barnið hennar. það barn varð svo sá hitler sem allir þekkja. mér fannst þetta soldið merkilegt og sagði mér að það þýðir ekkert að hugsa hvað ef.... hlutirnir fara eins og þeir eiga að fara hverju sinni.

ég var að hlusta á spiritualized áðan. ég sver það að maðurinn, sem ég man ekki hvað heitir akkúrat núna, er snillingur!!! ég fæ andlega fullnægingu þegar ég hlusta á hann. vá hvað maðurinn semur flotta texta og tóna. fyrir þá sem hafa áhuga þá heitir diskurinn let it come down og er algjör snilld!!
ég er að hugsa um að fara að læra söng. kominn tími til. frænka mín er búin að bjóðast til að kenna mér ókeypis, sem er mjög gott því söngtímar eru fjandi dýrir. mig langar svo að fara í listaháskólann í söngnám, en ég held að maður þurfi að kunna á hljóðfæri þá líka. fyrir utan að það kostar 120 þús árið. en ég geri eitthvað sniðugt, vitiði til. svo er ég eiginlega alveg ákveðin í að skrifa sögu í keppnina á rithringur.is. það er ég ætla að skrifa hana, spurning hvort ég sendi hana.

stundir....

ps. vill einhver koma með mér á náttúrugripasafnið á hlemmi bráðum??

|

Wednesday, January 21, 2004

ég neita að gera þetta að gelgjubloggi. þar af leiðandi fáiði ekkert að heyra meira um sæta stráka á göngunum og fleira bull. kannski bara smá um sæta stráka.. in keis að ég næli nú í einn.
héðan í frá verður þetta menningarblogg. hámenning, lágmenning, ekkert er mér óviðkomandi.
verða að þjóta. er að fara í fjölmiðlafræði.......

|

Tuesday, January 20, 2004

ég sagði mig úr fél 203 áðan. ákvað að hafa færri einingar og standa mig betur í þeim fögum sem eru eftir. það er líka nóg að gera. fyrir utan skólann er ég að vinna á hverjum degi og svo er kóræfing tvö kvöld í viku og annan hvern sunnudag. þannig að mánudagar og miðvikudagar byrja hjá mér klukkan átta tíu og enda um hálf ellefu á kvöldin. ekki mikill tími það.
það er svo sætur strákur í skólanum. shit.. það ætti að banna svona sæta stráka í almennum skólum því þeir trufla stelpur eins og mig við lærdóminn. svo situr hann á næsta borði við mig niðri í andyri og ég get ekki hætt að horfa. oh men hvað maðurinn er sætur!!

|

Monday, January 19, 2004

það er nú meiri andfýlan alltaf í þessum skóla. mætti halda að allir gluggar væru bilaðir... já gleðin hefur náð tökum á mér eins og svo oft áður. annars er skólinn bara mjög fínn. ég fíla alla kennarana mína sem er góð byrjun. félagsfræði kennarinn er sérstaklega fyndinn. til dæmis í síðasta tíma þá talaði hann um nærbuxur og af hverju við förum í þær á morgnana, í svona korter. það var mjög skemmtilleg umræða. dagurinn í dag er góður. kíkti aðeins í vinnuna áðan og fékk mér aðeins að knúsa. það er rosalegt hvað maður verður háður þessu krílum. þau eru yndisleg.
svo eru það ekki svo góðu fréttirnar, en þær eru að síminn minn er fokked. það nebblega gerðist sá skemmtilegi atburður á laugardaginn að yours truly ældi með glæsileika á töskuna sína og fór líka aðeins oní hana og á símann. mmmm.... það var mjög skemmtilegt. þannig að núna get ég ekki hringt, en allt annað virkar. get tekið við símölum og sent sms svo þetta er ekki allt ónýtt.
svo er ég að spá í að taka þátt í smásagnakeppni á rithringnum. var einmitt að fá ímeil þar sem var verið að hvetja mann til að taka þátt. þemað er hryllingur. er enn að spá. allar hugmyndir vel þegnar, eins hvatningarorð..

lifið heil

|

Wednesday, January 14, 2004

jæja hér er ég komin. er í utn 103, en fyrir ykkur sem viljið vita hvað það er þá er það upplýsingatækni. mjööög svo skemmtilegt. veit ekki einu sinni hvort ég má vera á netinu, en mér er sama. kennarinn er hvort eð er með horn í síðu minni. er alltaf að gefa mér the evil eye. veit ekki hvað er málið.

ég er komin með bakþanka út af vinnunni, en núna er ég semsagt bara að vinna 25%. þá kem ég klukkan hálf fjögur, vaska upp og loka. uppvaskið er ekki skemmtilegt og svo er búinn að vera mórall undanfarið. veit ekki alveg hvað það er en ég finn það samt.

nenni ekki að ræða það frekar. verð að fara. kennarabeyglan er farin að tala og eins gott að fylgjast með...

|

Friday, January 09, 2004

halló fólk!! bara að láta vita að ég er enn á lífi. netið er semsagt ekki enn komið á heima og því sit ég hér í sveittri skólastofu og skrifa í þungu lofti. skólinn er fínn so far. var í félagsfræði áðan og kennarinn er létt steiktur. verða án efa áhugaverðir tímar. en ég er úti í bili. saga 103 kallar...

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com