góð saga

|

Saturday, November 29, 2003

fór í hagkaup áðan og keypti tilbúið jólaöl í dós. mér til mikillar undrunar þá bragðast það alveg eins og það gamla góða. mjög sniðugt hjá agli að setja þetta loksins í eina dós. miklu betra en jólölið sjálft sem er í þessum leiðinlegu, stóru plast-dunkum sem er aldrei hægt að hella úr án þess að hella niður. semsagt, mjög gott framtak. keypti líka piparkökur sem eru snilld. þær eru frá pagen og er jólasveinn á pokanum.

*arna syngur* það eru að koma jól....

|

spurning

ef ég breyti templeitinu mínu, það er bakgrunninum, færist þá það sem ég hef skrifað þar inná? eða verður það bara alveg nýtt blogg? tölvunördar vinsamlegast svara.

|

GLEÐIDAGUR!!!

ég fann lopapeysuna mína! var eiginlega alveg búin að sætta mig við þetta hlutskipti, en þá var hún bara uppí skóla og beið eftir mér þessi elska. ég er mjög glöð í dag.
var í annari upptöku í gær sem gekk ágætlega, samt ekki eins vel og á mánudaginn. allir voru eitthvað svo þreyttir og búnir á því eftir vikuna. það er samt ekkert skrýtið því það eru að koma próf og flestir hafa nóg að gera. fór svo aðeins á sólon á eitthvað uvg kvöld, stoppuðum í svona korter þar (ekki gaman) og svo röltum við uppá dillon *allir voða voða hissa. dillon? arna fer aldrei þangað* og hittum þar ingunni, karól og maju. fengum okkur einn bjór og svo var brunað heim á leið.
ég er að fara í fjölbraut í ármúla núna í janúar fyrir ykkur sem vissuð það ekki. er bara farin að hlakka til. er samt ennþá svekkt yfir að hafa ekki komist inn í mh, en það verður bara að hafa það. mh tekur víst ekki nemendur eldri en 20 ára inn í dagskólann, sem mér finnst glatað.
jæja ætla að fara að horfa á about a boy. voða lítið annað að gera þar sem allir sem ég þekki eru annað hvort þunnir eða uppí þjóðarbókhlöðu að virkja heilasellurnar. er að fara að hitta einn sætan í kvöld og ætlum við að elda eitthvað gómsætt og horfa svo á austin powers 3.
góða helgi litlu sálir...

|

Thursday, November 27, 2003

nú er sorgardagur...

ég er búin að týna lopapeysunni minni!! ég er mjög sorgmædd og ætla því ekki að skrifa meir.

arna lopapeysulausa kveður í bili með tár á vanga..

|

Wednesday, November 26, 2003

í dag var námskeiðsdagur í vinnunni. það kom fyrst kona sem er sjúkraþjálfari og var að kenna okkur réttar líkamsbeitingar í vinnunni, allt saman voða sniðugt og gott að vita. svo eftir hádegi kom maður sem ég er búin að setja í hóp snillinga. hann heitir jóhann ingi gunnarsson og er sálfræðingur með meiru. maðurinn talaði í rúma 3 klukkutíma sem liðu eins og hálftími. ALLT sem hann sagði var áhugavert. mér leið svo vel þegar hann var að tala og ég er alvarlega að spá í að panta tíma hjá manninum. bara til að fá smá meira sjálfstraust. mjög sniðugt eitt sem hann sagði, en það var að honum fyndist að það ætti að lögleiða skilnaði. það þýðir það að eftir kannski fimm ár í hjónabandi þá rennur það út og þú þarft að sækja um framlengingu. þetta þýðir það að fólk leggur meiri vinnu í samböndin því það hefur einhvern ákveðinn tíma. engu verður frestað til morgundagsins sem er hægt að gera í dag. hann sagði okkur nebblega merkilega sögu um mann og konu sem áttu í erfiðleikum og þau pöntuðu tíma hjá honum. svo var tíminn afpantaður því börnin voru að byrja í leikskóla og það þurfti að vera með þau í aðlögun og fleira. svo var pantaður annar tími og afpantaður vegna þess að jólin voru að koma og þá er svo mikið stress.. og svona gekk þetta alveg fram á sumarið eftir og aldrei komu þau. alltaf voru aðrir og ómerkilegri hlutir látnir ganga fyrir tímanum, eins og til dæmis utanlandsferð "sem þau fengu nánast gefins" þessi hjón eru skilin í dag.

alla vega.. mig langaði bara að deila þessu með ykkur og kannski fá ykkur aðeins til að hugsa og læra að meta augnablikið, því hamingjan varir aðeins augnablik, og ef við erum heppin þá tökum við eftir henni þetta litla, stutta augnablik.

|

Tuesday, November 25, 2003

ég get bara ekki orða bundist...

..herra ísland er svo ljótur að ég á bara ekki til eitt einasta aukatekið orð!!
sko sverrir vibbi var slæmur en þetta slær öll met!!

|

Monday, November 24, 2003

i´m back people!! vonandi söknuðuð þið mín ekki of mikið. netið komst blessunarlega aftur á í gær, þökk sé tæknisinnuðu móður minni, sem getur varla tengt vídjó í sjónvarp. go mum! ýmislegt hefur nú gerst á undanförnum tveimur vikum en við förum ekkert nánar út í það hér. ég er enn skotin og það verður bara meira með hverjum deginum sem líður. er einmitt að fara að hitta dularfulla manninn á morgun.
ég var í upptöku áðan sem gekk bara svona helvíti vel. það er útvarpsupptaka fyrir rúv og verður það spilað á aðfangadag og jóladag, fyrir ykkur sem hafið áhuga. mjög flott prógramm. svo eru jólatónleikar í kristskirkju 28. des. allir velkomnir, en það kostar inn. endilega styrkja okkur vesalingana um 500-1000 krónur. ég lofa góðum tónleikum.
that´s all folks...

|

Sunday, November 16, 2003

jæja þá komst ég loksins á netið. er hjá systu og fékk að kíkja á netið því það er niðri heima. veit ekki af hverju en það bara datt út einn daginn. frekar pirrandi. en þetta verður bara stutt. ég er enn skotin og helgin var draumur.
adios amigos...

|

Monday, November 10, 2003

er orðin veik aftur. andskotans fokking fokk!!! er með barkabólgu eða einhvern fjanda. vaknaði í morgun alveg handónýt. hefði bara átt að drullast til að vera heima í gær. var samt ekki lengi og alls ekki mikið úti, bara inn og útúr bíl. en NEI veirurnar eitthvað ósáttar við þetta útstáelsi og réðust til atlögu aftur. held samt að ég sé orðin hitalaus, er alla vega búin að svitna nógu andskoti mikið. ætla að halda mig heima á morgun. ohhhh ég nenni því svo ekki!!!

var að horfa á atvinnumanninn. þorsteinn guðmunds er ekkert smá fyndinn! hlæhlæ...

góða nótt. arna og veirurnar *hnerr hnerr* kveðja í bili....

|

Saturday, November 08, 2003

ég er orðin veik.. again! ég er alltaf veik. var síðast veik í ágúst svo það eru bara liðnir tveir mánuðir. ég er sko alls ekki sátt við þetta. er samt hitalaus akkúrat núna og er að hugsa um að nýta mér það og fara út með einum ónefndum..

góða skemmtun í kvöld litlu sálir.

|

Tuesday, November 04, 2003

ég set nú ekki hvað sem er á netið...

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com