góð saga

|

Friday, October 31, 2003

ellefu vikur og fjórir dagar!!

verð að fara að gera eitthvað í þessu...

|

ég er skotin í strák. hann er sætastur í heimi.

|

ég er að spá, á blogger.com er svona kassi þar sem stendur "the ten most recently published blogs" og eru þar bloggin sem hafa (fyrir ykkur sem skiljið ekki ensku) nýlega verið skráð. bloggin heita öll eitthvað eins og "lonely girl" og fleira bull, það sem ég var að spá; ætli mitt fari þá aldrei þarna inná af því að það heitir ekkert?

yfirlýsing örnu 31. október 2003...
...ég hata bíla!! og þá aðallega einn ákveðinn volkswagen golf, árgerð 1994. hann er mesta druslan á svæðinu. okei eins og þið sáuð kannski um daginn að þá var bíllinn minn að koma úr viðgerð (eða bloggaði ég ekki um það?) anyway.. og allt í lagi með það, bíllinn kemst frá a til b og blablabla... haldiði að helvítis bíllinn standi ekki úti núna RAFMAGNSLAUS og geymirinn er bara alveg dauður. reyndi að starta honum áðan en NEI!! druslan vill ekki í gang. ég er svo pirruð!!!! og ég sem átti tíma með hann í skoðun á morgun. ætlaði að fá ógeðslega flottan 04 miða og allt. oh well....

góða nótt litlu, köldu sálir..

|

Thursday, October 30, 2003

jahá þetta er semsagt ég, the vampire. veit ekki alveg hvað mér finnst um það. svo stendur að the phoenix hafi brennt hana upp í eldi sínum, eða eitthvað. dröfn, varstu ekki phoenix? já ég er ekki alveg að fíla þetta.


vamp
You are Form 9, Vampire: The Undying.

"And The Vampire was all that remained on
the blood drowned creation. She attempted to
regrow life from the dead. But as she was
about to give the breath of life, she was
consumed in the flame of The Phoenix and the
cycle began again."


Some examples of the Vampire Form are Hades (Greek)
and Isis (Egyptian).
The Vampire is associated with the concept of
death, the number 9, and the element of fire.
Her sign is the eclipsed moon.

As a member of Form 9, you are a very realistic
individual. You may be a little idealistic,
but you are very grounded and down to earth.
You realize that not everything lasts, but you
savor every minute of the good times. While
you may sometimes find yourself lonely, you
have strong ties with people that will never be
broken. Vampires are the best friends to have
because they are sensible.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

|

Sunday, October 26, 2003

jæja þá er enn ein helgi liðin og ég er þunn, að vanda. ég verð að fara að taka mér pásu í þessu djammi. neiégtekþettatilbaka!!! ég var samt heima á föstudaginn og var farin uppí klukkan hálf tvö. ekki slæmt það. fór svo í bústað í gær ásamt nokkrum krökkum, sem var mikið fjör. borðaður góður matur, farið í heitan pott, hjálpað fullri vinkonu að æla, þrifið upp eftir hana þega hún hitti ekki í fötuna... mjög skemmtileg ferð. líðanin í dag var ekki sem best, var með svo mikinn hausverk að ég gat varla drattast á lappir, sem hefur ekki gerst í langan tíma. þetta var slæmt kast og var í 24 tíma. ekki gott. byrjaði í bílnum á leiðinni í gær og er ég enn með smá seiðing. en ég er ekki hingað komin til að kvarta.
horfði á idol á föstudaginn, eins og vaninn er, og var ég bara mjög sátt við úrslitin. var ekki alveg að fíla þennan kalla fyrst í þáttunum en núna finnst mér hann bara helvíti góður. jájá ég held að þau bæði eigi eftir að komast langt.
ég er alveg búin að komast að því að það er ekki mikið úrval af sómasamlegum karlpeningi fyrir okkur einhleypu. ég veit ekki hvar allir sætu gæjarnir eru, sem maður sá alltaf á djamminu þegar maður var lítill með vín í bakpoka á röltinu hring eftir hring í austurstræti (dröfn, those were the days) ætli þeir séu ekki bara enn í austurstrætinu...
stundir....

|

Monday, October 20, 2003

jæja gott fólk. ég er orðin dökkhærð. var að lita mig áðan. átti að vera með litinn í mér í 20 mínútur en eftir ca. 10-11 mínútur fékk ég svo sterkt hugboð um að ég yrði nú að drífa mig að skola hann úr. "nei" hugsaði ég því það stóð 20 mínútur á kassanum, betra að vera safe. en svo ákvað ég að skola hann úr og svo þegar ég var rétt búin að því þá fór kalda vatnið. þá var ég að setja næringuna í mig, sem fylgir, svo að hér sit ég, enn með hana í mér því kalda er ekki enn komið og það er liðinn klukkutími. hárið væri líklegast dottið af ef ég hefði ekki skolað það þegar ég gerði. já það er betra að fylgja innsæinu.

vaknaði í morgun með rautt auga og slím í því öllu. ekki geðslegt, en ég skondraðist nú samt í vinnuna og þar var ég í klukkutíma þegar ég var send heim og skikkuð að panta tíma hjá augnlækni. ég er ekki með þennan hættulega vírus hélt hann en einkennin eru samt þau sömu. fékk lyf og ef þau virka ekki þá er ég með vírusinn. þarf að vera heima í tvo daga í viðbót, eða þangað til að það er öruggt að þetta er ekki vírus. þykir mér það leiðinlegt?? i think not!!!
stundir...

|

Thursday, October 16, 2003

ég fékk mér mjög hollan og góðan kvöldmat áðan. þannig var það að mamma hringdi í mig og spurði hvort ég vildi borða með henni fisk, en þar sem ég vinn á leikskóla og fæ fisk um það bil átta sinnum í viku, þá afþakkaði ég boðið pent. svo hún fór til syssu og eldaði þar. ég kom heim og ekkert var til í ísskápnum nema egg. okei ég spældi eitt og kryddaði og svo langaði mig í meira og spældi ekki eitt heldur ÞRJÚ í viðbót. svo þegar ég kom á kóræfingu þá var mér orðið soldið bumbult, og til að toppa ógleðina þá var megn pulsulykt í loftinu fyrir utan MH. ojjjj... pulsur eru viðbjóður hinn mesti!! mér verður bara óglatt af að skrifa pulsur.. gubbigubb... svo að núna er magurinn minn að mótmæla að ég sé á fótum og ætla ég því að fara uppí að horfa á friends (surprise surprise.. hildur og troels, hope you´re enjoying it like me) og set ég því punktinn hér.
góða nótt og stundir...

ps. ætla að láta fylgja eitt sniðugt sem barn sagði einu sinni á leikskólanum. það var þegar þroskaþjálfaverkfallið var og voru börnin spurð að því hvar hún valgerður væri eiginlega. þá var svarað að bragði: "hún er í áfalli!!"

|

Tuesday, October 14, 2003

jæja... helgin var ágæt. fór aftur að djamma á laugardaginn. andrea kom til mín og við drukkum bjór og vodka til að verða eitt, en þá skutlaði elskuleg frænka mín, hún linda, okkur á dillon. þar hittum við fleira fólk og var mjög mikið stuð. fór svo einn rúnt á sirkus, hélt að hákon væri þar, en hann reyndist vera að styrkja þá félaga kormák og skjöld með öldrykkju. fór þangað og við sátum til að verða hálf sex en þá var skundað heim. tók leigubíl og þegar ég labbaði út fannst mér eins og eitthvað hefði dottið, en gat ekki séð neitt. kenni ég þar um lélegri lýsingu í götunni (kommon ég var nánast edrú *ahemm*) komst svo að því daginn eftir þegar ég var að fara út að veskið mitt var ekki á sínum stað. ég leitaði og leitaði og leitaði og leitaði og leitaði.. alls staðar en fann það hvergi. svo ég var frekar spæld og setti meira að segja auglýsingu í velvakanda og allt, blaðsíða 42 í mogganum í dag fyrir þá sem vilja verða vitni að fimm mínútna frægð minni á síðum morgunblaðsins. en svo hringdi ég á lögreglustöðina í dag og þá var það þar. þeink god. allt í því og myndirnar á sínum stað, en það voru tvær myndir af pabba í veskinu sem ég hefði alls ekki viljað missa. svo ég er í því að senda þakkir út í heiminn núna og vona að manneskjan fái þær á endanum, sem skilaði veskinu. núna er ég að fara að borða nautasteik, bakaða kartöflu og bernaise sósu í tilefni veskisfundarins. veskið fær nýja umferð af leðurfeiti í tilefni dagsins.
stundir...

|

Saturday, October 11, 2003

þetta var alls ekkert illa meint stelpur mínar og var ekki kaldhæðnishúmor, sem mér hefur verið sagt að ég noti alltof mikið. ég tók málið til íhugunar og komst að því að ég ætla að halda áfram að vera kaldhæðin, en bara tóna það aðeins niður. geng stundum of langt, eins og til dæmis á kóræfingu um daginn. ætla ekkert að fara neitt nánar út í það.
annars gleymdi ég að tjá mig áðan um gærkvöldið, en þá hitti ég nokkrar stelpur úr kvennó og ákváðum við að kíkja út á galeiðuna saman. fyrst var brummbrummað í skautahöll reykjavíkur þar sem áttur voru gerðar og rassar marðir. þetta er greinilega aðal hangout pleisið hjá krökkum frá 7-12 ára, en við vorum eins og mömmurnar á svæðinu. síðan var haldið á pizza hut þar sem dýrindis pizzur og brauðstangir voru snæddar og svo var farið heim til mín. þar var áfengi af öllum gerðum svolgrað og svo var það down town reykjavík. kíktum aðeins í partý hjá sálfræðinni og þar hitti ég kötu og var hún kona eigi edrú. svo var haldið á sólon. það var ágætt þar og dansaði ég smá. hitti þröst og dodda sem var mjög skemmtilegt og spjallaði ég aðeins við þá. týndi stelpunum fyrir rest og fór þá í fimm mínútur á dillon og hitti þar maju sem skutlaði mér heim. mjög vel þegið bílfar. í kvöld verður aftur tekið á því og þá lofa ég að vera lengur en til þrjú.
stundir.

|

jæææja gott fólk. hvað er þetta með mig og að vera anti-tölvulúði? og hver laumaðist inná bloggið mitt um daginn og sagði að ég hefði verið að hugsa um að verða tölvunarfræðingur? hahahaha... það var nú meira bullið. frekar myndi ég borða rakvélablöð!! en annars var ég að hugsa um daginn hvað bloggið er nú sniðugt. einu sinni þegar vinir og kunningjar manns fluttu til útlanda þá var það bara penni og blað takk fyrir ef þú vildir spyrja frétta. ég er til dæmis mjög þakklát fyrir blogg vinkvenna minna, lífið væri fátækara án þeirra. til dæmis leið mér mun betur um daginn þegar ég las að dröfn hefði farið í neglur og væri ennþá skvísa, og um raunir hildar í kennó. þetta allt gerir lífið skemmtilegra, og ekki má gleyma henni hörpu. alltaf á miðvikudögum.
lifið heil.

|

Monday, October 06, 2003

var að bæta við öðrum link og er það hún ella þóra sem er að vinna með mér. ella þóra á mjög fínt, BEIS-litað sófasett og eru á því engir blettir. eins og aftur, þeir skilja sem vita. góða nótt.

|

Saturday, October 04, 2003

heil og sæl... núna er ég opinber hamrahlíðarkórsfélagi. takk fyrir takk fyrir.. en þorgerður var einmitt að bjóða mér að koma í eldri kórinn áðan which means JEIJ!!
ég held að það sé eitthvað með haustið, það bara tekur úr mér alla andagift. ég hef ekki löngun í að tjá mig hér eins og ég hafði í sumar. veit eiginlega ekki af hverju. það er soldið að trufla mig. mér finnst mjög sorglegt að horfa út og sjá að laufin eru dottin af trjánum. það er fínt á meðan þau eru rauð, en þegar þau eru alveg dottin af þá er það bara sorglegt. en svona er þetta víst bara, the circle of life.. and it moves us all.. eins og elton gamli söng hér um árið í þeirri snilldarmynd lion king "the food chain hahaha" þeir skilja sem vita.
stundir.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com