góð saga

|

Wednesday, July 30, 2003

fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér síðu íslensku feministanna þá er þetta slóðin þeirra. margt mjög áhugavert. ég er alvarlega að íhuga að ganga í félagið.

|

ég á að setja yfir matinn í kvöld, sem er kjúklingur. opnaði hann rétt áðan og fannst vera eitthvað skrýtin lykt, svo að ég hringdi í mömmu í panikk-kasti, því salmonella er dauði fyrir mér. alla vega, hún sagði mér bara að þvo hann og gá hvort lyktin færi. ókei ég gerði það og vitiði, þetta var eins og baða lítið, hauslaust barn. oj, þvílíkt óhuggulegt. og núna liggur litla hauslausa kvikindið með krydd út um allan skrokk eins og sofandi barn í pottinum. ég er að hugsa um að gerast grænmetisæta...

ég var spurð að því um daginn hvort ég væri feministi. þetta var í partýi og stóðu bleiku dagarnir sem hæst. ég var í léttri bjórvímu og sagði já, án þess að hafa í rauninni nokkra hugmynd um það. svo þegar ég sá að gaurinn vildi fara í einhverjar djúpar umræður um þetta þá var ég ekki lengi að flýja. ég hafði í rauninni ekki hugmynd um hvað ég ætti að segja. ég er búin að ákveða að kynna mér málið til hlítar.

og eitt sem er alveg fáránlegt. ég keypti mér sundbol í gær, sem er ekki í frásögur færandi, nema að inni í sundbolnum stendur, og nú kvóta ég beint í miðann; "exposure to sunlight and chlorinated water may be detrimetal to shade and elastane content" í stuttu máli sagt, vatn með klóri í og sólarljós geta farið illa með litinn og teygjuna í bolnum. sem sagt maður má ekki fara í sund í bolnum eða á ströndina!! hvað er að þessu fyrirtæki, o´neill?? ég bara spyr. hvað eru þeir að framleiða sundboli sem mega ekki fara í klór? á ég bara að fara í honum í sturtu? og núna má ég ekki skila honum því nei, ó nei, ég er búin að nota hann. fáránlegt.

eitt að lokum. í morgunblaðinu í dag er frétt á blaðsíðu 6 með fyrirsögnina, "sló til bílstjórans" þar stendur að ökumaður jeppabifreiðar hafi slegið ökumann bifreiðar sem hann tók framúr í hálsinn. "ökumaður jeppabifreiðarinnar mun hafa reiðst hinum ökumanninum fyrir að auka hraðann þegar hann ætlaði fram úr. hann stöðvaði bifreið sína þegar hann hafði tekið fram úr og sló ökumanninn og ók að því búnu á brott" ókei mér finnst eitthvað skrýtið við þessa frétt. stoppaði hinn bíllinn og leyfði manninum að slá sig? af hverju kemur það ekkert fram? það stendur bara að sá sem sló, hafi stoppað og slegið manninn. öskraði hann "hey stoppaðu, ég ætla að slá þig fyrir að auka hraðann" og svo er engin komma á undan "í hálsinn" tók hann framúr í hálsinn eða sló hann manninn í hálsinn...? svari nú hver fyrir sig.

|

Tuesday, July 29, 2003

jæja ég er orðin róleg. horfði aðeins á sjónvarpið og hugsaði um það sem ég skrifaði fyrr í kvöld. kannski var ég aðeins of æst til að fara eitthvað að tjá mig um þetta. ég er yfirleitt ekki svona. en af hverju finnst mér ég ekki geta lifað án karlmanna? ég verð alltaf að vera skotin í einhverjum. það kom samt fyrir mig um daginn þegar ó-nefndur herra x var í rúminu mínu og ég vaknaði, þá langaði mig að hafa rúmið út af fyrir mig. vildi teygja úr mér. kannski er ég að þroskast. eða kannski er það bara það að rúmið mitt er bara 120 cm.....

|

dauði og djöfull

|

um leið og ég slekk á netinu þá koma alltaf einhverjar fáránlegar hugsanir upp í kollinn á mér. akkúrat núna, í þessum skrifuðu orðum þá er ég óóógeðslega pirruð út í karlmenn einsog þeir leggja sig!! ég veit ekki af hverju einu sinni. ég lofaði sjálfri mér fyrir löngu síðan að ég myndi aldrei verða sú manneskja sem segði að allir karlmenn væru aular og apar. en ég segi það hér með!! ég segi líka alltaf, að sama hversu margir svíkja þig, þá máttu aldrei hætta að treysta fólki . sá sem sagði þetta við mig, og þetta líka svona límdist fast við heilabörkinn því þetta meikar alveg sens, endaði svo á því að svíkja mig svo illilega að ég er varla búin að jafna mig enn. og ég á ekkert smá erfitt með að treysta karlmönnum. og svo er ég líka ekkert smá afbrýðisöm. neinei ég meina ekkert smá. það ætti að leggja fólk eins og mig inn og gefa okkur lyf, svo afbrýðisöm er ég. þetta er ÓÞOLANDI!!! djöfull er ég ógeðslega pirruð! mig langar helst að lemja einhvern svo fast að það sjái á. og ég veit ekki einu sinni af hverju ég fór að hugsa um þetta in ðe först pleis. ég sagði þetta við einn ó-nafngreindan karlmann á sunnudagsmorgun, að allir karlmenn hugsuðu eins og að ég væri ógeðslega bitur kona. hann varð frekar skrýtinn á svipinn, nánast hræddur. hvað er þetta með karlmenn? af hverju eru kynin svona ólík? en geta svo varla án hvors annars verið? af hverju þróaðist mannkynið svona? ég skal veðja að adam hélt framhjá evu..

þetta eru furðulegar hugsanir.

|

jæja vonandi koma þessir stafir eðlilega. er búin að vera að passa svövu ksrúsípúsí í allan dag. fórum í sund í morgun með evu, viktori orra og kötu. það var fínt. díses hvað ég er eitthvað tóm í hausnum þessa dagana....

|

Monday, July 28, 2003

heyrðu halló halló... whatsup with the stafir???? hvað ernú þetta? ég vil enga svona fáránlega stafi. hmmmm......

|

�g er or�in soldi� lei� � �essu bloggi. m�r finnst �etta ekki eins skemmtilegt og m�r fannst �a�. �g haf�i eitthva� svo miki� a� segja fyrr � sumar, kvarta og fleira. en allt er � svo lj�fri l�� n�na a� �g hef ekkert a� segja. nema �a� a� segja ykkur a� �g hef ekkert a� segja. ekki �a� a� nokkur lesi �etta bull mitt.......

|

�g er or�in soldi� lei� � �essu bloggi. m�r finnst �etta ekki eins skemmtilegt og m�r fannst �a�. �g haf�i eitthva� svo miki� a� segja fyrr � sumar, kvarta og fleira. en allt er � svo lj�fri l�� n�na a� �g hef ekkert a� segja. nema �a� a� segja ykkur a� �g hef ekkert a� segja. ekki �a� a� nokkur lesi �etta bull mitt.......

|

Thursday, July 24, 2003

ok her er hann. enjoy. oh my god eg er haett. thetta fer ad verda sorglegt...... en MY GOD hvad madurinn er fallegur. stelpur nennidi ad kommenta a thetta. er eg ein um thessa skodun..... ??

|

hvur þremillinn. það virkaði ekki. jæja, þá verður hin myndin bara að duga.. djös... hann er svo sætur á þessari. þetta kennir mér bara. ég varð nebblega svo æst þegar ég fattaði hvernig maður setur svona linka inn í orð. skiptir engu. er farin að horfa á casey og bíða þess að ég hitti hann og við byrjum saman......

|

setti aðra mynd af honum hér. hin var ekki nógu góð. kíkjakíkjakíkja........

|

díses hvað ég er orðin góð í þessu. setti annan linka inn á síðuna, sem verður fallegri og fallegri með hverri vikunni sem líður. það er hún harpa sem er mætt á svæðið, en fyrir ykkur sem vitið ekki hver það er þá er það bekkjarsystir mín úr kvennó. velkomin harpa mín. þú sleppur ekkert úr þessu. núna ertu partur af okkur. stóð sveittra netverja sem rembumst fyrir framan kaldan tölvuskjá við að skrifa einhverja tóma vitleysu, í þeirri von um að einhver lesi það. við erum sérstakur hópur fólks harpa mín og þú ert ein af okkur núna. viva las nördheimar!!! var að panta mér dvd mynd á amazon.com. það er 200 sígarettur og mæli ég hér með því að allir sjái hana. þetta er mynd sem var alls ekki lengi í bíó, ef hún var það e-ð, en þetta er þvílík snilld. mjög fyndin og svo er casey affleck í henni, en það er einmitt bróðir ben affleck. hann er svo miklu sætari en bróðir sinn, man oh man!! hann er svo sætur að ég held að ég elski hann. ég er ekki að grínast. ég held að ég sé ástfangin.

|

Tuesday, July 22, 2003

jæja þá er ég komin aftur í nördheima. er ekki búin að vera að nenna að skrifa neitt undanfarið. byrjaði að vinna í gær í du pareil au meme. fæturnir á mér eru lífvana eftir daginn. það er byrjað að myndast drep í þeim held ég. var alvarlega að spá í að skera þá af við ökkla í dag. en ég var nú líka svo hryllilega sofandi í morgun að ég asnaðist í kínaskónum í vinnuna. ekki mjög sniðugt arna ólafsdóttir!! vitiði að ég var að horfa á sliding doors um daginn og hún var e-ð svo sæt. þó að það hafi verið gwynnie sem lék aðalhlutverkið þá vóg john hannah grrr sæti gaur fullt fullt upp á móti. hann er svo sætur. fyrir þá sem vita ekki hver það er þá er það gaurinn sem lék hommann í four weddings and a funeral, sá yngri. er að fara að kaupa mér línuskauta á morgun. fékk nebblega 14 þúsund kall í afmælisgjöf, en ég átti afmæli á sunnudaginn. takk fyrir takk fyrir.... svo að núna verð ég þeysandi um ægisíðuna á línuskautum, kannski vonandi með e-ja sæta stælta gaura á eftir mér og eiga þeir að vera með flotta rassa.

|

Saturday, July 19, 2003

ég gat það!!!!!! ég er snillingur. kommentakerfið komið í gagnið. endilega skiljið eftir línu. úje. i am the mester. núna er það bara hel***** teljarinn.

|

jæja er búin að bæta einum linka við. það er hún guðbjörg, öðru nafni guja, sem er einnig partur af nördheimum. fyrir ykkur sem vitið ekki hver það er þá er það gömul bekkjarsystir úr laugarnes- og laugalækjarskóla. hún er með ekkert smá flott blogg. gott framtak. endilega kíkja við. annars er ég voða löt á þessu föstudagskvöldi. er í matarboði hjá dísu frænku og stalst á netið. er að spá í að fara bara og leigja mér spólu, verð sko að vera vel upplögð fyrir morgundaginn en þá verður sko tekið á því. maður á sko nebblega afmæli. úje.

|

Friday, July 18, 2003

jæja er komin úr afmælinu hennar söndru. er að springa úr seddu. nenni ekki að fara að sofa. verð samt eignlega að gera það því ég þarf að vakna í fyrramálið og fara í du pareil au meme þar sem e-r kona ætlar að setja mig inn í allt. ég var semsagt að taka að mér að vinna næstu viku fyrir mömmu hennar andreu. hún er verslunarstjóri þarna og er í vandræðum. það verður örugglega fínt, fá smá aukapening. oh það var svo æðislegt veður í gær (16.7) ég fór með óla í bæinn um tvö leytið og svo hittum við evu og kjartan loga krúsípús. svo fór óli heim og við röltum niður laugaveginn og hittum svo andreu. svo þegar eva fór heim fórum við andrea heim til mín og sóttum ískalda viking bjóra og fórum með þá niðrá austurvöll og drukkum þá. hittum sólveigu vinkonu andreu og magga og offa og við sátum, drukkum og spjölluðum í geeeeðveiku veðri. mér leið eins og ég væri í útlöndum. það var ekkert smá mikið af fólki þar og allir e-ð svo ligeglad. meget hyggeligt. fórum svo með heru, láru og guggu á subway og fengum okkur að borða. endaði svo daginn með því að kveðja hana andreu mína, en hún er farin til útlanda og kemur ekki fyrr en 17. ágúst.
fór svo til tvibbanna og við leigðum góða mynd sem heitir catch me if you can. góður dagur í gær.

|

Thursday, July 17, 2003

sandra vinkona mín á afmæli í dag. þrefalt húrra fyrir henni. húrra húrra húrraaaaaa.........
var í bænum áðan og verslaði mér bol. hann er semsagt afmælisgjöf til mín frá mér. ég hugsa að ég kaupi ekki fleiri föt út árið hann kostaði svo mikið. my god ég ætla ekki einu sinni að segja það. ég á afmæli á sunnudaginn : ) þá fæ ég pakka. úje. það er svo gaman að eiga afmæli. verst hvað við vinkonurnar eigum allar afmæli með stuttu millibili. maður er alltaf í kökuboðum. það er eva 7. júlí, amanda og kata 12. júlí, sandra 17. og ég 20. og við erum auðvitað allar krabbar sem er nottla besta merkið. krabbar eru svo yndislegir og góðir. þeir eru rosa spes, og er ég þá að meina dýrin sjálf. það er mjög gaman að fylgjast með krabba í fjörunni. hann sér e-ð sem hann vill. hann mælir það vandlega út og athugar allar hættur sem kynnu að vera nálægar. hann metur hlutinn frá öllum sjónarhornum. færir sig varlega nær en tekur svo eitt skref afturábak. svo nokkur til hliðar og það er eins og hann dansi í kringum hlutinn. hann labbar aldrei beint að. skynsöm skepna.

|

Monday, July 14, 2003

ég þoli ekki tré og gras og fleira ógeð. það eru tré í næsta garði og það fýkur alltaf e-r viðbjóður af þeim, eins og bómull eða e-ð. og þetta fer geðveikt í mig. ég vakna á morgnana full af hori og ógeði. slímhúðin í nefinu á mér er eiginlega alveg farin. alla vega hefur ekki verið eðlilegt horflæði í margar vikur, bara blóðstorkin slímhúð. viðbjóður. ég man að þegar ég var lítil og var að labba rauðalækinn þá var alltaf þetta ógeðslega fjúkidót. ég ætla yfir í nótt og höggva þessi ógeðslegu tré.
annars var þetta ágæt helgi en næsta helgi verður enn betri því þá, ója, þá á ég afmæli. jeieieieieiejjjjjjjjj.....
22 ára. úfff... i feel old. maður ætti kannski að fara að íhuga viðbótarlífeyrissparnað...

|

Saturday, July 12, 2003

amanda og kata eiga afmæli í dag. til hamingju stelpur mínar. húrra húrra húrraaaaa........ : )

jæja þessi eini kaldi í gær varð að fjórum. það var samt fínt, spiluðum bakkamon og drukkum carlsberg. mjög fín kvöldstund.
ég var að velta því fyrir mér í gær hverjir skyldu það vera sem semja lögin hennar phoebe í friends? mig langar alveg að hitta þá manneskju. hún er svona líka mikill snillingur. til dæmis smellurinn "smelly cat" argasta snilld. ég held að þessi manneskja ætti að íhuga að fara í full time bissness. ég verð því miður að fara núna, er að fara í bæinn að versla gjafir handa tvíbökunum mínum. ætla að láta fylgja með uppáhalds lagið mitt úr friends.

i found you in my bed
how´d you wind up there
you are a mystery
little black curly hair
little black curly hair.....

|

Friday, July 11, 2003

p.s. ég mæli með myndasýningunni á austurvelli. hún er snilld. endilega kíkja á myndina sem er af sláturhúsi í indlandi. frekar ógeðsleg en lætur mann hugsa sig tvisvar um hvað maður ætlaði að panta, ef maður væri staddur á veitingastað í indlandi :Þ hún er staðsett í röðinni beint á móti alþingishúsinu, nær símahúsinu.
mamma er ennþá úti. liðinn nær hálftími. hmmm.........

|

loksins tókst mér að setja þessa blessuðu linka inn. þeir eru nú voða sorglegir greyin þar sem þeir lufsast þarna alveg heilir tveir. sem segir mér bara eitt að ég á ekki mikið af tölvunördavinum. það eru krakkar í mh sem eru með allt upp í 40 linka á sinni síðu, og eru það allt bloggarar. hvernig finna þau tíma til að kíkja á öll þessi skrif? my oh my. það er e-ð helvítis væl hérna fyrir utan sem er búið að vera í svona hálftíma. ég er að bilast!!! ég og mamma fórum út áðan og þá voru komnir e-ir securitas gaurar svo ég sneri bara við, en mams er enn úti, korteri seinna. hmmmm...... skyldu þeir hafa verið sætir.... ??? annars er ég bara búin að vera að taka því rólega undanfarið. ætla að kíkja aðeins út í kvöld með henni andreu en hún hringdi einmitt í dag og stakk upp á smá útstáelsi. kannski maður fái sér einn kaldan. úje.

|

Wednesday, July 09, 2003

jæja ég er enn í fríi. það er samt ekki eins skemmtilegt og ég átti von á. jú ókei það er fínt að fá að sofa en það er ekki gaman til lengdar. þegar allir aðrir eru að vinna þá er þetta ekkert spes. ekkert að gera á daginn og maður sefur bara frameftir öllu. fór reyndar í bæinn í gær og keypti smá. bol í brim og nælur og geisladisk með bowie. ágætis kaup. svo er það annað að þegar maður hangir einn heima allan daginn þá verða ferðirnar í ísskápinn alltaf fleiri og fleiri. það er ekki gott. ég verð arna bumbulína þegar ég mæti aftur til barnanna. þá segja þau " hey hver er þetta? við viljum aftur örnu slim-line"

|

Monday, July 07, 2003

Eva vinkona mín á afmæli í dag. hringdi einmitt í hana áðan og óskaði henni til hamingju. húrra fyrir Evu!!!! :)

|

jæja þá er maður kominn heim eftir erilsama helgi. fór á færeyska daga í ólafsvík ásamt amöndu, kötu, söndru, heiðrúnu og lóu. svo kom mike á laugardeginum ásamt fleira fólki úr kópavogi. ég er hætt að drekka eplasnafs. fékk tvö staup hjá lóu á laugardaginn og kvöldið og er nánast þurrkað út úr hausnum á mér. man byrjunina og endann en miðjan..... gone. og líðanin í gær... úffff... ekki gott. annars mjög áhugaverð helgi en til að fá fleiri details þarf að hringja í mig :) hahaha........ maður setur ekki hvað sem er á netið.

|

Thursday, July 03, 2003

er heima. smá slappleiki í gangi. þarf að taka því rólega í dag. síðasti dagurinn í vinnunni á morgun. jeij gaman gaman.... er að spá í að fara í útilegu um helgina. ætluðum að fara með verkfræðinni í hí en það er svo helvíti dýrt. 4500 fyrir gistingu tvær nætur og grill á laugardagskvöldinu. venjulega kostar gistingin þarna 1000 kr fyrir tvær nætur svo að það er 3500 kall fyrir einn skitinn hamborgara. ég held nú ekki!!!!

|

Tuesday, July 01, 2003

fór út að hjóla í gær. hjólaði alla leið til amöndu og kötu og fyrir þá sem ekki vita þá búa þær í kópavogi, nánar tiltekið smárahverfinu. það tók svona 40 mínútur og var svona líka helvíti hressandi. það fór samt þannig á endanum að ég varð löt heima hjá þeim og amanda keyrði mig heim. svo þegar heim var komið bauð ragnhildur syssa mér á nonnabita. þar fór hreyfingin fyrir lítið.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com