góð saga

|

Monday, June 30, 2003

heil og sæl. ég sit hér inni í góða veðrinu. búin að vera úti í mestallan dag að ýta börnum og svoleiðis. góður dagur í dag. þurfti ekki að skipta á einni einustu bleyju og hefur það held ég ekki gerst í öll þessi þrjú ár sem ég er búin að vinna þarna. vá þrjú ár. maður ætti kannski að fara að íhuga a carreer change....
er farin út að hjóla.

|

Wednesday, June 25, 2003

mamma og ragnhildur voru að panta sér flug til London. þær fara 15. ágúst og verða í tvær vikur. mig langar til útlanda :(

|

Monday, June 23, 2003

var að koma heim eftir annan langan vinnudag. gerði vinnuskýrslu í dag og sá þá að ég hef verið til hálf sex allan mánuðinn. það komu tveir dagar sem ég var til fimm. það er alls ekki skemmtilegt. fæ samt að vera frá 8-16 í næstu viku. það er síðasta vikan fyrir sumarfrí, sem þýðir fjórar vikur að liggja í sólbaði og sofa til hádegis og það á fullum launum þeink jú verrí mötsj :)

|

Saturday, June 21, 2003

ég er alls ekki nógu mikill tölvunörd. var á blogginu hennar hildar og hún er með linka (ég veit þó hvað það er :) gestabók, myndir og ég veit ekki hvað og hvað. reyndi að setja e-n teljara inn um daginn en þá kom e-ð bull um html fæla sem ég veit ekkert hvað er. það er kannski ágætt að ég gat ekki sett hann inn því þá sýnist það og sannast hvað þetta er sad síða. oh well....
er ein heima which means JEIJ!!!! mútta og syssa fóru í bústað til láru frænku. þær koma aftur á morgun. ég var e-ð smeyk í gærkvöldi að vera ein en svo var það bara alltílæ. finnst frekar óþægilegt að vera alein heima en fattaði svo að hann árni, sem er í herbergi við hliðina á mér, kann karate. alla vega held ég að hann kunni það, það hanga örugglega 8 karatebúningar frammi. nema að hann sé að þykjast, sem er alls ekki svalt. mamma setti líka e-n rússalás á útidyrahurðina um daginn sem á "alls ekki að vera hægt að dirka upp" ég var nebblega að hræða hana með sögu sem ég heyrði í vinnunni. húna var frekar skerí og gerðist í kópavogi. en sem betur fer bý ég í svo öruggu og rótgrónu hverfi að það brýst enginn hér inn. áfram 107 reykjavík!!!!!

|

Saturday, June 14, 2003

var að koma heim. er búin að vera á skutlinu síðan sex í morgun. fyrst hringdi Kata og bað mig að sækja sig, hún var ein að væflast niðrí bæ eftir heljarinnar djamm með vinnunni. svo hringdi systir hennar klukkan eitt og bað mig að sækja sig og var hún þá ekki á e-um helvítis útnára upp í sveit. hefði allt eins getað farið til Hveragerðis. svo hringdi Ebbi frændi og vantaði skutl en það var bara stutt. ég held að ég fari og setji mæli í bílinn og stofni Örnuferðir. nóg um það. þetta var ágætt því nú á ég inni nokkra greiða. hahaha...... ætla að nýta mér þá í kvöld og draga systurnar niðrí bæ þó að þær séu þunnar. muhahahahaha........

|

Thursday, June 12, 2003

ég er e-ð svo upptendruð. var að drekka kaffi og það var svo helvíti sterkt að ég er ekkert smá ofvirk. gnísti tönnum og ég veit ekki hvað og hvað. þyrfti helst að fara út að skokka eða e-ð. ætlaði að fara í göngutúr með amöndu en svo nennti hún ekki. það er ekki nógu gott því ég þarf að blása. ég get svosem farið ein.....
nóg um það. vá ég verð bara þreytt af að hugsa um líkamsrækt. þyrfti nú samt að fara að hreyfa mig e-ð. reyna að byggja upp smá vöðva. við eigum víst öll að vera með þá, mínir virðast bara vera vel faldir. en nóg um það. ætla að stökkva út og hlaupa upp og niður tröppurnar í smá stund.

|

það var rækjurönd og mikið andskoti var hún góð. það var verið að gera hana fyrir afmælið hans Jóns Páls sem er á morgun... eða eiginlega í dag. HÚRRA fyrir Jóni Páli!!!
hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Jón Páll
hann á afmæli í dag

hann er 30 ára í dag
hann er 30 ára í dag
hann er 30 ára hann Jón Páll
hann er 30 ára í dag.

Til hamingju með afmælið elsku frændi minn.

|

Wednesday, June 11, 2003

vá ég er ekkert smá lélég að halda þessa dagbók. það gerist kannski ekki margt merkilegt. ég er búin að vera svo löt undanfarið. er ábyggilega að fara að byrja á túr sem er náttúrulega hell on earth. ég hata að vera á túr og allt ógeðið sem því fylgir. svo er þessi fyrirtíðaspenna farin að gera vart við sig á undanförnum mánuðum. eins og til dæmis í dag þá var ég svo pirruð eitthvað og fann enga útskýringu. aumingja samstarfsfólkið mitt. annars var þetta allt í lagi. var inn á lítilli deild í dag og líkaði vel. þau tóku sína kúkarispu að sjálfsögðu og var ólíft inn á deildinni vegna skítafýlu. þau eru ábyggilega í svona pakka, hittast í einu horni og segja " hey eigum við að betrumbæta daginn þeirra?" og byrja svo öll að rembast. börn eru snillingar.
ég elska að vinna á leikskóla, maður er bara í knúseríi allan daginn og gefur þeim að borða og ýtir þeim í rólum.
ég þoli ekki ökumenn á Íslandi. einhvern veginn tekst mér alltaf að lenda fyrir aftan ökumenn sem halda að vinstri akreinin sé fyrir sunnudagsbíltúrinn sinn. gamlir menn með hatta eru verstir og ekki skánar það ef konan er við hliðina á þeim. ekki að ég geti sagt neitt því ég klessti aftaná um daginn. aumingja litli bíllinn minn er allur klesstur. heyrðu verð að fara því ég þarf að fara með sinnep til Dísu frænku. vonandi er hún að búa til rækjurönd því þá vil ég fá að smakka.

|

Wednesday, June 04, 2003

er enn á fótum. fólkið komið heim og ég er búin að fara í sturtu og ilma nú eins og karmella, en þannig lykt er af sápunni. hún er rosa góð. jæja er farin að sofa. góða nótt.

|

|

|

jæja hér er ég mætt. allir að tala um þessi blessuðu blogg og ég bara varð að sjá what all the fuss was about. Það er rosalegt hvað Íslendingar gleypa allt svona, fyrst er þetta bara e-ð sem enginn þekkir en eftir tvo daga eru allir komnir með blogg og maður hefur engan veginn tíma til að kíkja á öll ósköpin. en ég eins og allir aðrir læt ginnast af tækninni sem er boðið upp á í dag. vefdagbækur. stórsniðugt. maður fær ekki aðeins að eiga ekkert líf, heldur deila því með fjöldanum. snilld...
það var enginn heima þegar ég kom heim klukkan sex og það er enginn kominn enn og klukkan er tólf. allir gsm símar skildir eftir heima svo að ég gæti allt eins verið á eyðieyju. fékk mér mjög áhugaverðan kvöldmat og læt hér með uppskriftina fylgja.
1. sjóðið spagettí þangað til það er tilbúið, ca. 10-15 mín.
2. sigtið vatnið frá og setjið spagettíið í skál eða á disk.
3. takið pizzusósu og hellið eins miklu og ykkur finnst gott út á.
4. njótið.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com